- Advertisement -

Meirihlutinn fagnar / Vigdís mótmælir

„Rétt er að fagna áformum Félags eldri borgara um uppbyggingu á 51 íbúð fyrir félagsfólk þeirra, en úthlutun á lóð til þeirra og sala á byggingarrétti sem borgarráð samþykkir hér í dag tryggir þau áform,“ segir meirihluti borgarráðs, um fyrirhugaðar byggingar nærri Sjómannaskólanum.

Vigdís Hauksdóttir Miðflokki er eins sátt og fulltrúar meirihlutans:

„Lýst er yfir mikilli ánægju að Félag eldri borgara sé að byggja fleiri íbúðir, en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins mótmælir uppbyggingu á þessum stað. Fjölmargar athugasemdir bárust þegar þessi reitur, Sjómannaskólareitur – Veðurstofuhæð, var til umræðu í ráðum borgarinnar og mikillar óánægju gætti hjá umsagnaraðilum. Voru flest allar umsagnirnar á einn veg að skorað var á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum á Sjómannaskólareit.“

Vigdís týnir til eitt og annað í andstöðu sinni, til dæmis þetta:

„Fórna á mikilvægu grænu útivistarsvæði, byggja fyrir sjónlínur friðlýstrar byggingar og tefla einstökum menningarminjum í hættu. Umferðarmál eru einnig óleyst og ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þeim. Ekki hafa komið fram tillögur hvernig bregðast eigi við fjölgun barna í hverfinu hvað varðar leikskóla og grunnskóla því þeir sinna ekki þörfum hverfisins með góðu móti í dag. Innviðirnir eru ekki tilbúnir til að taka á móti þessum áformum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: