Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir meirihluta borgarstjórnar sýna takmarkaðan vilja til að mæta fjölskyldufólki. „Skert leikskólaþjónusta er skotheld leið til að fæla ungar fjölskyldur frá borginni, í önnur sveitarfélög – og skotheld leið til að draga úr framgangi kvenna á vinnumarkaði. Óskiljanleg aðgerð.“
Hildur segir að meirihlutinn hafa hafnað tillögu sinni um aukna samræmingu frídaga milli skólakerfis og atvinnulífs. „Á sama fundi ákvað meirihlutinn svo að skerða leikskólaþjónustu í borginni.“
Hildur segir einnig: „Fáir eiga þess kost að yfirgefa vinnu um klukkustund áður en hefðbundnum vinnudegi lýkur. Skert þjónusta mun eflaust koma verst niður á einstæðum foreldrum, vinnandi konum og láglaunafólki.“
Nýjar fréttir daglega – miðjan.isStuðningsreikningur okkar er; 515-26-521009, kennitala: 521009-2920.