Fréttir

Meiri stuðningurinn við tekjuhærri

By Miðjan

July 04, 2017

Una Jóns­dótt­ir, hag­fræðingur hjá Íbúðalána­sjóði, sagði á fundi í dag og mbl.is, greinir frá að aðeins sjö prósent tekjulægsta fólksins notfærir sér séreignasparnaðinn til kaupa á íbúðum, þ.e. fólkið sem þarf mest á stuðningi að halda.

„Það er nefni­lega eitt sem ein­kenn­ir þetta til­tekna stuðnings­kerfi hins op­in­bera og það er að þetta er ekki eins og önn­ur til­færslu­kerfi þar sem stuðning­ur­inn er meiri þar sem tekj­urn­ar eru lægri. Hérna er stuðning­ur­inn, þ.e. þessi skatt­frjálsa ráðstöf­un á eig­in sparnaði, hlut­falls­lega meiri eft­ir því sem tekj­ur eru hærri. Við sjá­um t.d. að til þess að geta full­nýtt úrræðið, 500.000 kr. á ári, þá þurfa tekj­ur að vera hátt í 700.000 krón­ur á mánuði,“ seg­ir Una í samtali við mbl.is.

„Hús­næðis­ör­yggi kem­ur ekki fyrr en að fólk hef­ur tök á að kaupa og þetta er eitt­hvað sem að þarf kannski að breyta,“ seg­ir Una. Það sé at­hygl­is­vert einkum í ljósi mark­miða laga um hús­næðismál en þar kem­ur fram að hús­næðisstuðningi hins op­in­bera sé ætlað að stuðla að því að lands­menn hafi raun­veru­legt val um bú­setu­form og búi við ör­yggi í hús­næðismál­um, í sam­ræmi við þarf­ir hvers og eins.  „En niðurstaða sem þessi gef­ur til kynna að það búa ekki all­ir við jafnt hús­næðis­ör­yggi,“ seg­ir Una við mbl.is.