Umræðan „…mældur jöfnuður á hefðbundinn máta og vaxandi hagsæld fara ekki endilega vel saman og þess vegna eru líkur til að með viðvarandi góðum vexti efnahagslífsins fari jöfnuður minnkandi þó að allir hafi það betra en áður.“ Þetta er brot af leiðara Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins í dag.
Hann segir einnig: „Æskilegt er að hafa þetta í huga þegar ójöfnuður fer að mælast meiri hér á landi eins og búast má við vegna mikils vaxtar. Þá munu vinstri menn kalla á aðgerðir til að minnka ójöfnuðinn, aðgerðir sem óhjákvæmilega draga úr vexti. Ætli nokkrum finnist það í raun góð skipti að auka jöfnuð með því að minnka almenna hagsæld?“
Leiðara dagsins skiptir Davíð í tvo kafla. Þetta kemur fram í seinni kaflanum.