- Advertisement -

Meingölluð vísitala Hagstofunnar

Því er ekkert annað í stöðunni en að setja þak á vísitöluna.

Vilhjálmur Birgisson:

Hérna kemur frétt um það sem ég hef verið að reyna vekja sérstaklega athygli á sem lýtur að því að þær fordæmalausu aðstæður sem nú er uppi vegna COViD 19 hafa kallað á gerbreytt neyslumynstur almennings.

Í þessari frétt kemur fram að Hagstofan sé að „skoða hvernig“ eigi að mæla flugsamgöngur sem eina af undirvísitölum neysluvísitölunnar vegna þess að nánast allt flug er við það að leggjast af. Er þetta boðlegt að það eigi að skoða hvernig eigi að meta hvernig flugsamgöngur komi inn í vísitöluna.

Það blasir við að núverandi neysluvísitala sem notuð er til verðtryggingar er orðin svo bjöguð að það er ógerlegt að nota hana til verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimila og fyrirtækja meðan þetta ástand varir.

Því er ekkert annað í stöðunni en að setja þak á vísitöluna tímabundið á meðan þetta óvenjulega ástand varir og það þak þarf að miðast við neðri vikmörk Seðlabankans.

Minni á að verðtryggðarskuldir heimilanna eru upp undir 2000 milljarðar og því algert lágmark að sú vísitala sem notuð er til að reikna út áhrif verðtryggingar á skuldir heimilanna sé hafin yfir allan vafa. Í þessu ástandi í dag er því alls ekki til að dreifa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: