Fréttir

Meina ekkert með látalætunum

By Miðjan

July 12, 2023

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

„Jóhann Páll Jóhannsson óskaði eftir því að kallaður yrði til nefndarfundur í fjárlaganefnd:

„Ég óska eftir því, með vísan til 2. mgr. 15. gr. þingskapalaga, að fjárlaganefnd komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir til stjórnvalda vegna sölunnar á Íslandsbanka (sbr. 51. gr. þingskapalaga).“

Ég tók undir þessa beiðni, sem og allir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni.

Beiðninni er hafnað á þeim forsendum að ekki sé um brýna nauðsyn að ræða.

Það er áhugavert að stjórnarliðum, og þá sérstaklega formanni fjárlaganefndar finnist þetta ekki brýnt mál … eins mikið og henni lá á að kalla eftir starfslokasamningi bankastjóra sem þarf einmitt nefndarfund til þess að biðja um formlega.

Þetta er semsagt allt í nefinu á þeim. Þau meina ekkert með þessum látalætum sínum.