- Advertisement -

Megn óánægja í Framsókn

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og fyrrum ráðherra, vill að Sigurður Ingi Jóhannsson taki ábyrgð á fylgishruni Framsóknar í nóvemberkosningunum, en þingmönnum flokksins fækkaði úr þrettán í fimm. Þrýst er á Sigurð Inga sem fer hljótt þessa dagana.

Framsóknarfólk í Suðvesturkjördæmi fer fram á endurtalningu þar sem útlit er fyrir að aðeins muni örfáum atkvæðum til að Willum Þór Þórsson nái kjöri, þá með þeim afleiðingum að Sigurður Ingi missti þingsætið. Sem yrði hrein hörmung fyrir formanninn.

Lilja var í viðtali í Dagmálum Moggans. Þar segir Lilja varaformaður að vilji félaga í flokknum sé sá að miðstjórn flokksins verði kölluð saman og að flokksþingi verði flýtt. Sigurður Ingi situr sýnilega ekki á friðarstóli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: