- Advertisement -

Mega ekki kaupa sígó, mega þau þá kjósa?

„Við ætlum ekki að treysta viðkomandi til að kaupa sígarettur úti í búð, ekki til að fá ökuskírteini, ekki til að kaupa áfengi, ekki yfir höfuð til að gera nokkurn einasta gildan, skuldbindandi löggjörning,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær, um hvort heimila eigi ungmennum að kjósa í sveitastjórnarkosningunum.

„Það er sú staða sem ég myndi svo gjarnan vilja ræða í þessu samhengi, hvort ástæða sé til að taka öll hin ólíku réttindi sem varða börn samkvæmt lögum til skoðunar um leið og við veltum fyrir okkur hvernig við getum fengið þau til frekari þátttöku um nærumhverfi þeirra,“ sagði hann.

„Foreldrar viðkomandi fá barnabætur en hann er kominn með kosningarétt,“ sagði Bjarni einnig í ræðunni.

„Fyrir mér snýst þetta mál ekki um samræmingu aldursákvæða, um hvenær fólk eigi að hafa rétt til að gera tiltekna hluti, heldur um að veita fleirum tækifæri til þess að hafa áhrif á það samfélag sem þeir búa í. Ég tel að fólk á þessum aldri sé fullbúið til þess að taka afstöðu til slíkra mál með upplýstum hætti rétt eins og þeir sem eldri eru,“ sagði forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: