MMR birti nýja skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokkana. Þar kemur fram, frá síðustu könnun, að Miðflokkurinn bætir mest við sig. Framsókn missir ámóta mikið fylgi og nemur aukningu Miðflokksins.
Breytingar á fylgi flokka frá síðustu könnun MMR:
- Miðflokkur: +2,2 prósentustig
- Sósíalistaflokkur: +2,0 prósentustig
- Píratar: +1,4 prósentustig
- Flokkur fólksins: +0,7 prósentustig
- Samfylkingin: +0,1 prósentustig
- Viðreisn: –0,4 prósentustig
- VG: –1,0 prósentustig
- Sjálfstæðisflokkur: –1,9 prósentustig
- Framsókn: –2,4 prósentustig
Þú gætir haft áhuga á þessum
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi frá kosningunum 2017. Mestu hefur VG tapað, eða 6,5 prósentustigum.
Breytingar á fylgi flokka frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun MMR:
- Píratar: +5,8 prósentustig
- Sósíalistaflokkur: +4,5 prósentustig
- Viðreisn: +2,3 prósentustig
- Samfylkingin: +1,8 prósentustig
- Miðflokkur: –0,7 prósentustig
- Flokkur fólksins: –1,5 prósentustig
- Framsókn: –2,0 prósentustig
- Sjálfstæðisflokkur: –3,5 prósentustig
- VG: –6,5 prósentustig