- Advertisement -

Með vasaklút og vasahníf í vasanum

Guðni Ágústsson.
Mynd: dv.is.

Guðni Ágústssson, fyrrum lanbdbúnaðarráðherra, er sem svo margt annað fólk hugsi yfir ástandinu. Og hvað  veldur hvernig komið er  fyrur okkur:

„Ég hef sjálf­ur tekið eft­ir því á al­menn­ings­sal­ern­um að karl­ar og ekki síður þeir yngri þvo alls ekki hend­urn­ar eft­ir at­höfn­ina. Sé á göt­um úti að enn snýta menn sér í lóf­ann og þurrka í bux­urn­ar. Svo rétta þeir manni hönd­ina og heilsa með veiruna milli fingr­anna. Gömlu menn­irn­ir snyrti­legu höfðu tvennt í vas­an­um, fiskikníf og vasa­klút. Það sagði mér kona á dög­un­um sem ann­ast hrein­læt­is­störf í grunn­skóla að hún tók að veita því at­hygli hversu lítið gekk á sáp­ur og handþurrk­ur á kló­sett­un­um. Hún ræddi málið við skóla­stjórn­end­ur og málið var tekið föst­um tök­um. Það var eins og við mann­inn mælt, kvefið og veik­indi barn­anna minnkuðu til muna,,“ skrifar Guðni í Mogga dagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: