Með vasaklút og vasahníf í vasanum
Guðni Ágústssson, fyrrum lanbdbúnaðarráðherra, er sem svo margt annað fólk hugsi yfir ástandinu. Og hvað veldur hvernig komið er fyrur okkur:
„Ég hef sjálfur tekið eftir því á almenningssalernum að karlar og ekki síður þeir yngri þvo alls ekki hendurnar eftir athöfnina. Sé á götum úti að enn snýta menn sér í lófann og þurrka í buxurnar. Svo rétta þeir manni höndina og heilsa með veiruna milli fingranna. Gömlu mennirnir snyrtilegu höfðu tvennt í vasanum, fiskikníf og vasaklút. Það sagði mér kona á dögunum sem annast hreinlætisstörf í grunnskóla að hún tók að veita því athygli hversu lítið gekk á sápur og handþurrkur á klósettunum. Hún ræddi málið við skólastjórnendur og málið var tekið föstum tökum. Það var eins og við manninn mælt, kvefið og veikindi barnanna minnkuðu til muna,,“ skrifar Guðni í Mogga dagsins.