Með tíu stórutær á höndunum
Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Einu sinni þekkti ég mann, sem sagðist ekki vera með tíu þumalfingur á höndunum. Hann væri með tíu stórutær á höndunum.
Enginn efi er á að stórveldin stunduðu hér njósnir, árum og áratugum saman. Afdrifaríkar voru njósnir Bandaríkjamanna hér með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Voru niðurstöður notaðar til þess að hygla gæðingum og skerða lífsafkomu vinstri manna. Margs konar tæknibúnað má nota til njósna. Til dæmis öll símakerfi, netsamskipti ofl.. Ekkert hefur verið sagt um hvernig 5g er getur nýst til njósna. Nú þegar safna fyrirtæki á borð við Facebook gríðarlegu gagnamagni um fólk. Meðan ekkert er upplýst um hugsanlegar njósnir er líklegast að þetta 5g mál sé bara hluti af viðskiptastríði.
Þegar við fluttumst hingað uppeftir voru tvö bankaútibú í bænum. Þau eru farin. Ekki voru borin hingað dagblöð og sagði ég áskrift upp, þótt ég gæti þá enn lesið blöð. En ekkert gagn af gömlum blöðum. Símasambandslaust var hér í nokkrar vikur og netsamband afar stopult eftir að samband komst á. Nú er póstur borinn hingað tvisvar í viku og oft fáum við boð og tilkynningar eftir að atburðir gerast. En hér er gott að búa.
Vilji ég leita sannleikans gái ég ekki hjá Birni Inga.