Með sveitarfélögin í skrúfstykki
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson tókust á um fyrirhugaða aðför ríkisstjórnarinnar að sveitarfélögunum með rýrnun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
„…það er algerlega ótímabært að vera með stórar yfirlýsingar um hvað gerist með jöfnunarsjóðsframlagið. Við heyrum andmæli sveitarstjórnarstigsins við því að eitthvað verði hróflað við því gjaldi, en þá bara höldum við áfram niður listann vegna þess að hann er býsna langur. Á honum er gistináttagjald og ýmislegt annað,“ sagði Bjarni Benediktsson.
„Ég er ekki alveg viss um hvernig ég á að skilja síðustu athugasemd hæstvirts ráðherra. Það hefði mátt skilja hana sem svo að ef sveitarfélögin ætluðu ekki að fallast á þennan niðurskurð á framlagi í jöfnunarsjóð yrðu þau látin gjalda þess einhvers staðar annars staðar. Það er þó ánægjulegt að heyra að ríkisstjórnin hyggist ekki taka ákvörðun í þessu máli án frekara samráðs við fulltrúa sveitarfélaganna eins og beðið hefur verið um af þeirra hálfu,“ sagði Sigmundur Davíð.
Bjarni rifjaði upp greiðslur úr ríkissjóði: „Fyrir nokkrum árum og afhenti litla 20 milljarða óumbeðið og án nokkurrar skyldu inn á lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaganna.“