Mannlíf

Með ráðherrann í maganum

By Miðjan

March 14, 2021

Fyrsta sæti Sjálfstæðisflokks í norðaustri er ávísun á ráðherrasæti. Aðeins einn hefur lýst vilja til að setja í sæti Kristjáns Þórs Júlíussonar. Það er þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbjörnsson. Og lái honum hver sem vill.

Ekki er minnsti vafi á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn. Þetta veit Njáll Trausti. Haldi ríkisstjórnin ekki eru flokkar á biðstofunni. Sem ólmir vilja komast inn.

Víst má telja að fleiri langi í stólinn. Ráðherrastólinn. Eina sem getur skyggt á er ef til að mynda fjórir flokkar verða í ríkisstjórninni. Þá verða færri sæti til skiptanna. Fyrstu fjögur ráðherrasætin eru frátekin; Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson er fremst í röðinni. Fái flokkurinn fimm ráðherra verður forystan í Norðaustri næst í röðinni. Akkúrat ekki neitt kemur í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sá valdaflokkur sem hann hefur verið.

-sme