- Advertisement -

Með ógeð eða andstyggð á pólitík

Stjórnmál Hinir klassísku íslensku stjórnmálamenn koma nú fram hver af öðrum og myndast við að sækja til baka það fylgi, þá kjósendur, sem nú er í stuðningsliði Pírata. Hver þeirra hefur síðan aðferð, en eigi þeir eitthvað sameiginlegt, þá eru það fulluyrðingar um að Píratar séu óvissan ein. Að stefna Pírata og vilji sem öllum óljós.

Óli Björn Kárason, sem er titlaður á ÍNN sem helsti hugmyyndasmiður Sjálfstæðisflokksins, hefur skrifað vörn gegn Pírötum, það hefur Davíð Oddsson gert og margir aðrir í klassíska hópnum.

Fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson á nýjasta leikinn. Guðna er í mun að berjast gegn uppgangi Pírata, sem hann segir varla vera flokk og fæstir viti nokkuð um.

Ísland í hnotskurn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sókn er besta vörnin, og það veit hinn þrautreyndi Guðni. Hann skrifar meðal annars: „Hin pólitíska óvissa hefur aldrei verið meiri en nú og það er á sama tíma og efnahagur Íslands batnar og lausnir nást fram í hverju málinu á fætur öðru undir forystu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Sannkölluð endurreisnarstjórn sem vekur athygli um allan heim fyrir að hafa snúið taflinu við.

Já, en vekur Ísland athygli um allan heim, eða hvað? Allavega á Klörubar í syðstakjördæmi Framsóknar á Kanarí. En þaðan er Guðni væntanlega nýkominn, brúnn og sæll.

En hvert er undrið á bættum efnahag Íslands? Sigmundur Davíð eða Bjarni? Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svarar þessu í fáum orðum í frétt í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann skýrir ofurhagnað fyrirtækisins.

Björgólfur Jóhannesson„Margir samverkandi þættir hafa jákvæð áhrif á sterkt ársuppgjör. Þar má nefna lækkandi eldsneytisverð, aukna eftirspurn á NorðurAtlantshafsmarkaðinum sem við höfum mætt með auknu framboði ásamt góðri afkomu í leiguflugi og fraktflugi. Þá hefur nýting á hótelherbergjum aukist talsvert milli ára.“

Er það ekki bara? Lágt verð á hrávöru og hátt verð á fiski og gnótt ferðamanna. Getur verið að þessir þættir skýri meira en allt annað hversu vel efnahagur Íslands hefur vænkast.

Hver á hvað?

„Ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn eigi um 30% af fylgi Píratanna, mest ungt fólk sem fengið hefur ógeð eða andstyggð á pólitíkinni. Framsókn gæti átt um 10% inni hjá þeim,“ skrifar Guðni Ágústsson. „Skilið lyklunum,“ sagði Bjarni Benediktsson á síðasta kjörtímabili þegar á móti blés hjá þáverandi ríkisstjórn. Nú segir Guðni nánast; skilið fylginu, þegar á móti blæs hjá núverandi ríkisstjórnin.

Já, það er þetta að eiga.

Guðni fer nokkrum orðum um stjórnmálaflokkana. Líka Framsókn: „Framsóknarflokkurinn verður að horfa til miðjunnar eins og Steingrímur Hermannsson og Eysteinn Jónsson gerðu.“

Eitt af því sem Guðni segir um Samfylkinguna, er þetta: „Samfylkingin dó í höndum Jóhönnu Sigurðardóttur og varð einsmálsflokkur, nú stendur hann ekki fyrir neinu sem fólk man eftir.“

Þetta ber að gera

Guðni Ágústsson.jpgGuðni kemst að skrið í lok greinar sinnar: „Ríkisstjórnarflokkarnir verða að horfa til þess að leysa stóru málin, slá á fingur græðginnar og passa að hleypa ekki frekjuliðinu að kötlunum. Það á að skapa þjóðarsátt um málefni eldri borgara og öryrkja. Ríkisstjórnin á að efla og styrkja heilbrigðiskerfið og ekki láta fólkið, þá veiku og gömlu, halda að þeir séu á móti þeim. Fólkið í landinu er nefnilega það eina sem skiptir máli þegar allt kemur til alls. Það á að taka á peningavaldinu velta um borðum víxlaranna, lækka vexti Seðlabankans, færa þjóðinni gróða bankanna, lækka vaxtaokrið. Bankarnir virðast enn vera í „gullbrókum,“ og ætla sér að taka flugið aftur til áranna 2006 og 2008. Stundum hjóla bankastjórarnir með yfirlæti í forystumenn ríkisstjórnarinnar eins og þeir séu af annarri plánetu. Verðmætin verða ekki til í bankakerfinu heldur í öflugu atvinnulífi landsmanna. Það eru hugsjónir og markviss vinna sem færir flokkum fylgi og tiltrú. Í pólitík fer alltaf illa fyrir þeim sem hika, það er sama og tapa. Ég hvet ríkisstjórnina til að ganga fram með jákvæðum hætti, taka þjóðina í fangið og snúa taflinu við í stað þess að hleypa sundrungunni að í Stjórnarráðinu,“ skrifar Guðni Ágústsson.

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: