Fréttir

Með og á móti: Óbólusett börn á leikskólum

By Miðjan

August 28, 2018

Borgarfulltrúarnir Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki og Heiða Björg Hilmisdóttir eru ósammála um hvort gera eigi bólusetningar barna að skilyrði fyrir aðgengi að leikskólum borgarinnar.

Hildur er með: „Leik­skól­ar eru rekn­ir af sveit­ar­fé­lög­um og mér finnst ágætt að höfuðborg­in fari fram með góðu for­dæmi og setji þess­ar regl­ur fyrst. Svo væri auðvitað fínt ef fleiri myndu fylgja í kjöl­farið. Ég veit ekki hvort mér finn­ist rétt að setja ein­hverja bólu­setn­ingaskyldu. Hins veg­ar er hægt að gera það að skil­yrði að börn sem ganga í leik­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og um­gang­ast önn­ur börn á hverj­um degi fái al­menn­ar bólu­setn­ing­ar.“

Heiða Björt er á móti: „Mín skoðun er að við eigum ekki að svipta börn tækifæri á menntun á grundvelli ákvarðana foreldra. Alþingi getur skyldað fólk til að bólusetja öll börn eða metið það sem vanrækslu ef því er ekki sinnt. En að refsa barni fyrir slíkar ákvarðanir finnst mér afleit hugmynd og afskaplega gamaldags leið til að refsa fólki til hlýðni.“