- Advertisement -

Með og á móti sóttvörnum

Sigurjón Magnús Egilsson:

ÓBK: Þar ganga því miður lækn­ar, sem fá út­rás fyr­ir hé­góma í sviðsljósi fjöl­miðla, hart fram.

TG: Ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur.

Ég er málkunnugur bæði Óla Birni og Tómasi. Ég veit hvorum ég fylgi að málum. Það er Tómas Guðbjartsson.

Áhrifafólk Sjálfstæðisflokksins er að springa á limminu. Sóttvarnir eru ekki þeirra. Þola ekki ef þau verða að lúta reglum annarra. Og alls ekki ef ráðin koma frá læknum Landspítalans og frá sóttvarnarlækni. Óli Björn Kárason skrifar í Moggann í dag og Tómas Guðbjartsson yfirlæknir í Vísi. Þeir eru fjarri sammála.

Best er að birta hér graf sem sýnir hvernig búið er að tálga spítalann niður. Legurúmum hefur verið fækkað stórlega. Þar sést mætavel að eftir að Sjálfstæðisflokkur Davíðs komst til valda 1991 hefur sjúkrar´úmum stórfækkað á Íslandi.

Byrjum á Óla Birni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eins og oft­ast verður frelsið fyrsta fórn­ar­lamb ótt­ans og um leið hverf­ur umb­urðarlyndi gagn­vart ólík­um skoðunum. Gagn­rýn­in umræða um aðgerðir stjórn­valda á erfitt upp­drátt­ar. Leik­ir sem lærðir veigra sér við að spyrna við fót­um og spyrja al­var­legra en nauðsyn­legra spurn­inga þar sem óskað er eft­ir rök­stuðningi fyr­ir hvers vegna frelsi ein­stak­linga er tak­markað og hvort of langt sé gengið. Þeim er mætt af full­kom­inni hörku og á stund­um með sví­v­irðing­um. Þar ganga því miður lækn­ar, sem fá út­rás fyr­ir hé­góma í sviðsljósi fjöl­miðla, hart fram. Til að magna ótta al­menn­ings er grafið skipu­lega und­an trausti á heil­brigðis­kerfið, sem þrátt fyr­ir allt er eitt það besta í heimi, þar sem framúrsk­ar­andi starfs­fólk vinn­ur af­rek á hverj­um degi, sem hvorki fjöl­miðlar né sam­fé­lags­miðlar hafa áhuga á.“

Þ´á er komið að Tómasi, sem fyrst og fremst beinir orðum sínum til varaformanns flokksins, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttir:

„Landspítali er enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans fullar upp í rjáfur og staðan bæði á smitsjúkdóma- og lungnadeild mjög þung – og þyngist daglega. Sama þróun hefur orðið í fyrirmyndarlöndunum Danmörku og Noregi, sem í skyndi hafa innleitt Covid-takmarkanir. Sunnar í álfunni hefur af illri nauðsyn þurft að grípa til mun harðari aðgerða, eins og í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.

Afleiðing hárrar smittíðni hér á landi endurspeglast í þeirri staðreynd að önnur ríki vara nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan og samtök atvinnurekanda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð.

Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skoðanaskipti eiga vissulega rétt á sér, en ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur. Skynsemi er nefnilega merkilega fyrirsjáanleg.“

Ég er málkunnugur bæði Óla Birni og Tómasi. Ég veit hvorum ég fylgi að málum. Það er Tómas Guðbjartsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: