- Advertisement -

Með og á móti sóknargjöldum

„…á sama tíma glíma t.d. margar sóknir hringinn í kringum landið við alvarlegan fjárhagsvanda.“

´Guðrún Hafsteinsdóttir.

Guðrún Hafsteinsdóttir kirkjumálaráðherra og Andrés Ingi Jónsson eru mjög ósammála hvað varðar innheimtu á sóknargjöldum. Byrjum á ráðaherranum, Guðrúnu Hafsteinsdóttur:

„Ég vil byrja á því að þakka háttvirtri efnahags- og viðskiptanefnd fyrir sína vinnu og sérstaklega að koma hér með breytingu hvað varðar sóknargjöldin. Ég tel þetta afar brýnt og ég vil fá að taka hér fram sem dóms- og stundum kirkjumálaráðherra að mér þykir miður að ekki hafi tekist að koma fyrirkomulagi um sóknargjöld í betra horf. Ég vil einnig upplýsa um það að ég hef skipað starfshóp sem átti að skila fyrir áramót tillögum að fyrirkomulagi um sóknargjöld til framtíðar. Við þekkjum öll mikilvægi starfsemi trúar- og lífsskoðunarfélaga í íslensku samfélagi og ég vil nefna sérstaklega að í mörgum samfélögum er unnið gríðarlega mikilvægt starf en á sama tíma glíma t.d. margar sóknir hringinn í kringum landið við alvarlegan fjárhagsvanda.“

Andrés Ingi rær í allt aðra átt:

Þetta er tímaskekkja…

„Frá því ég byrjaði hérna þá hefur þetta verið árviss rútína: Ráðherra fær að sýnast vera ráðdeildarsamur með því að leggja til að sóknargjöld lækki, formaður efnahags- og viðskiptanefndar fær að skora stig heima í héraði með því að styðja sóknarnefndir úti um allt land. Þetta er hringekja sem fer að verða pínu þreytt að fara í gegnum og væri kannski betra að leyfa félagasamtökum úti í bæ að innheimta sín félagsgjöld sjálf eins og við höfum gert með aðra gjaldstofna sem fóru í gegnum hendur þingsins. Búnaðargjald er ekki lengur innheimt af löggjafanum, af hverju sóknargjöld? Það standa engin rök til þess. Þetta er tímaskekkja og sú vinna sem hæstv. dómsmálaráðherra talaði um ætti að sjálfsögðu að leiða til þess að þetta sóknargjaldakerfi leysist einfaldlega upp.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: