- Advertisement -

Með og á móti bankaskatti: Alþingi sem brúðuleikhús

Sem vænta mátti eru Inga Sæland og Óli Björn Kárason ólíkrar skoðunar um lækkandi bankaskatt.

Tugþúsundir Íslendinga eru svo fátæk að þau eiga ekki einu sinni fyrir jólasteik

Inga Sæland: „Með fullri virðingu er þetta í fyrsta skipti sem mér finnst ég vera að leika í brúðuleikhúsinu sem er sjálfsagt ágætt út af fyrir sig. Hér kemur hver þingmaðurinn og jafnvel ráðherra á fætur öðrum til að segja að sennilega muni lækkun bankaskattsins skila sér út í samfélagið í lægri þjónustugjöldum. Við erum nýbúin að auka fjárveitingar, t.d. til að efla íslenska tungu, nýbúin að reyna að auka fjárveitingar í bókaútgáfu til að efla bóklestur en nú eru Neytendasamtökin búin að gefa það út að það hafi ekki skilað sér til einmitt þeirra sem eiga að kaupa bækurnar. Verðið hefur ekki lækkað um eina einustu krónu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hingað til hef ég ekki getað séð að þó að hér sé eitthvað lækkað hafi það yfir höfuð nokkurn tímann skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín, punktur og basta. Ég mun alltaf segja nei við lækkun á bankaskatti þegar tugþúsundir Íslendinga eru svo fátæk að þau eiga ekki einu sinni fyrir jólasteik. Þvílík forgangsröðun fjármuna.“

Margir þingmenn sem hafa engar áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs

Mynd: RÚV.

Óli Björn Kárason: „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum, að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Ég geri mér grein fyrir því að í þessum sal eru margir þingmenn sem hafa engar áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs yfir höfuð. Það hef ég hins vegar og ég hef áhyggjur af því að þessi skattur er fyrst og fremst borinn af heimilum og minni og millistórum fyrirtækjum. Stórfyrirtækin á Íslandi geta komist undan þessum skatti vegna þess að þau eiga í samskiptum við erlendar fjármálastofnanir sem þurfa ekki að bera þessa skattheimtu.

„Í einfaldleika sínum snýst þetta mál, hæstv. forseti, um samkeppnishæfni fjármálakerfisins, samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: