Davíð: „Þetta eru umhugsunarverð og réttmæt varúðarorð.“
Davíð Oddsson er ekki hættur baráttunni gegn þriðja orkupakkanum, alls ekki. Hann notar Staksteina dagsins til baráttunnar, og einkum gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins þeirra:
„Gunnar Rögnvaldsson vitnar á blog.is í svar Bjarna Benediktssonar á Alþingi í mars í fyrra við spurningu um þriðja orkupakkann. Þar sagði Bjarni: „Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? […] Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? […] Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál.“
Þetta eru umhugsunarverð og réttmæt varúðarorð.“
Enn og aftur kristallast hversu hörð átök eru innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarna er síðan að skýra sín augljósu sinnaskipti. Hvað gerðist? Hvað býr að baki?
Sú stund rennur upp að Bjarni komist ekki undan að svara þessum spurningum.