- Advertisement -

Með fölsun upp á vegg

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Einhverntíma þegar ég var hjá Tryggva og Gerði á Stampesgade, hjálpaði ég Stíg að gera við hjólið sitt. Datt í hug að gaman væri að hjóla um í borginni við sundin. Fann gamalt hjól í ruslagám sem var ekki mikið bilað og gerði við það. Svo fórum við Tryggvi í hjólatúr. Fórum niður í Sydhavnen. Þar var mikið af drasli og Tryggvi minnti á þá speki sína, að mikið mætti læra um menningu þjóða á ruslahaugum þeirra. Sígild sannindi! Ekkert fundum við félagar nýtilegt. En hirtum gamla sardínudós, sem sennilega hafði lent undir valtara. Fölsuðum á dósina stafina MT 69 og gáfum Magga bróður. Hann var lengi með þessa fölsun uppi á vegg hjá sér.

Þegar veður gerast válynd læt ég mig dreyma um ferðalög a suðrænum slóðum. Hangi yfir auglýsingum um seglbáta, snekkjur og húsbíla. Hreinræktaður veruleikaflótti. En veitir blindingjanum líkn í einangruninni!

Hér áður trúðu því margir að í Reykjavík gengju allir um í sparifötunum og gerðu aldrei neitt. Þessi trúflokkur er ekki horfinn. Á okkar dögum heitir þetta sparifatafólk latte lepjandi auðnuleysingjar í 101. Ósvífnir pólitíkusar spila á þetta. Og í skjóli atkvæðamisréttis sólunda þeir almannafé. Og komast upp með það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: