Björn Bjarnason, Davíð Oddsson og Kolbrún Bergþórsdóttir nota plássin sín í Mogganum til að kasta í Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Eflingu. Björn er elstur þeirra og sækir efniviðinn nærri fimmtíu ár til baka. Sem kemur ekki á óvart.
Skoðum aðeins skrif Björns. Í næsta hluta kemur Kolbrún og við endum á Davíð Oddssyni
„Að arftakar Eðvarðs Sigurðssonar í verkalýðshreyfingunni sýni miðlunartillögu ríkissáttasemjara þá forakt sem þeir gera nú stangast á við andann sem ríkti á alþingi fyrir 45 árum þegar embætti ríkissáttasemjara var stofnað í góðri sátt á fáeinum dögum skömmu fyrir þingslit og þingkosningar.
Á þessum árum skiptist alþingi í tvær deildir og fór málið því fyrir félagsmálanefnd bæði í efri og neðri deild. Sjálfstæðismaðurinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson var formaður félagsmálanefndar efri deildar. Þegar hann kynnti álit nefndarinnar 27. apríl 1978 sagði hann að hún legði til þá breytingu á frumvarpinu að skylda til að „afhenda sáttasemjara kjörskrá“ vegna kosninga í „verkalýðsfélögunum varðandi vinnudeilur“ yrði felld á brott.
Þetta væri gert að ósk Alþýðusambands Íslands og með vísan til þess vilja félagsmálaráðherra að málið „næði ekki fram að ganga nema væri full samstaða um það og ekki ágreiningur við aðila vinnumarkaðarins“.
Vinnuveitendasamband Íslands teldi þetta að vísu „ekki vera til bóta, nema síður sé“, en gerði ekki ágreining um að málið næði fram að ganga í þeirri mynd sem nefndin vildi.“
Hér á gamli málsháttruinn; skíts er von úr rassi, einkar vel við.