- Advertisement -

Máttleysi stjórnmálanna opinberað

Blaðamennirnir Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Þórður Snær Júlíusson voru meðal gesta Vikulokanna, hjá Helga Seljan í gær. Þar voru einnig stjórnmálamennirnir Oddný Harðardóttur, Gunnar Hrafn Jónsson og Gylfi Ólafsson. Mest var talað um skýrsluna nýju, og sölu bankanna.

Það var meira, já langtum meira, en himinn og haf milli þess sem blaðamennirnir sögðu, vissu og vildu en þess sem kom frá stjórnmálamönnunum.

Sigríður Dögg skrifaði sínar rómuðu fréttaskýringar án þess að fá svo sem eitt plagg í málinu og Þórður Snær, nokkru síðar, hafði lagt á sig mikla vinnu við gagnaöflun. Alvöru vinnubrögð hjá tveimur mikilhæfum blaðamönnum.

Oddný upplýsti að bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson hefðu eitthvað spurst fyrir um málið. Amen.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég vann með Siggu þegar hún vann sitt verk. Hún fékk tíma til þess, einhverjar vikur. Stjórnmálamenn hafa allt og höfðu allt aðra stöðu. Þeim verður að svara. En þá verða að koma alvöru spurningar. Ekki aum þátttaka í samtrygginu stjórnmálanna.

Mér lýst ekki á hversu aumt þingið getur verið. Oft virðist vanta skarpari framsetningu, meiri dug. Kannski vill fólkið bara hafa þetta svona.

Það var rétt hjá Siggu að segja frá hamaganginum eftir birtingu fréttaskýringanna. Það man ég vel. Ég mætti á suma staði sem fulltrúi Fréttablaðsins og fékk vægast sagt grýttar móttökur.

Það er sér kapítuli sem verður sagður.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: