- Advertisement -

Mátti borgin leigja út Perluna?

- og hverjar eru leigutekjurnar af Mathöllinni á Hlemmi?

Á borgarráðsfundi í dag voru lagðar fram nokkrar fyrirspurnir. Mest fór fyrirspurnum fra Sjálfstæðisflokki. Hér fjallað um tvær.

„Borgarráð fól skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni vegna náttúrusýningar árið 2016. Með hliðsjón af því er spurt:

  1. Hvaða framkvæmdir var farið í á Perlunni (Varmahlíð 1) vegna náttúrusýningarinnar og hver var sundurliðaður kostnaður Reykjavíkurborgar við framkvæmdirnar?
  2. Hverjar eru árlegar tekjur borgarinnar af Perlunni?
  3. Hvert var endurgjaldið fyrir afnot af fasteigninni Perlunni til 2038 að frátöldum leigutekjum við Perluna?
  4. Er stjórnvöldum líkt og Reykjavíkurborg heimilt að framleigja eignir án útboðs en komið hefur fram að leigusamningurinn sé gerður til 2038?“

Og svo er það Mathöllin á Hlemmi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að heildarkostnaður við Mathöllina við Hlemm væri um þrefalt hærri en upphaflega var gert ráð fyrir en frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna. Heildarkostnaður við Mathöllina endaði hins vegar í 308 milljónum króna. Með hliðsjón af því er spurt:

  1. Hverjar eru árlegar tekjur Reykjavíkurborgar af Mathöllinni?
  2. Hvað innheimtir Reykjavíkurborg háa leigu fyrir Mathöllina hvern mánuð?
  3. Hvað fær Reykjavíkurborg í sinn hlut af mismun framleigu til þriðja aðila, þ.e.a.s. ávinning af hærra endurleiguverði?“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: