Gunnar Smári skrifar:
Samkvæmt könnun Maskínu yrði níu þingflokkar á þingi ef kosið væri nú. Þingmennirnir skiptust svona (breyting frá síðustu kosningum innan sviga):
Ríkisstjórn:
- Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
- VG: 8 þingmenn (–3)
- Framsókn: 6 þingmenn (–2)
Ríkisstjórn alls: 28 þingmenn 28 þingmenn (–7)
Stjórnarandstaða á þingi:
- Samfylkingin: 11 þingmenn (+4)
- Píratar: 7 þingmenn (+1)
- Viðreisn: 7 þingmenn (+3)
- Miðflokkur: 4 þingmenn (–3)
- Flokkur fólksins: 3 þingmenn (–1)
Stjórnarandstaðan á þingi: 32 þingmenn (+4)
Stjórnarandstaða utan þings:
- Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)
Í könnuninni kemur fram að Sósíalistaflokkurinn er stærri en Flokkur fólksins, Framsókn og Miðflokkur í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn er með mest fylgi meðal hinna tekjulægstu; með 10% fylgi fólk með 400 þús. kr. eða minna á mánuði og 9% á fólki með 400-550 þús. kr. á mánuði. Að öðru leyti er skipting fylgisins nokkuð jöfn milli kynja, aldurs, menntunar og þéttbýlis og dreifbýliskjördæma.
Í könnuninni er Sósíalistaflokkurinn álíka stór og Flokkur fólksins, með um 4/5 af fylgi Miðflokksins, um 1/2 af fylgi Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, 2/5 af fylgi VG, 1/3 af fylgi Samfylkingar og 1/4 af fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er í fyrsta skipti sem Maskína mælir Sósíalistaflokkinn inn á þingi, aðeins annað skiptir sem fyrirækið spyr um flokkinn með sama hætti og aðra flokka.
Ef við skoðum fylgisbreytingar frá kosningum þá hafa þessir flokkar bætt við sig:
- Sósíalistaflokkurinn: 5,3 prósentustig
- Samfylkingin: 5,0 prósentustig
- Viðreisn: 4,6 prósentustig
- Píratar: 1,3 prósentustig
Og þessir misst fylgi:
- Miðflokkur: –4,3 prósentustig
- Sjálfstæðisflokkur: –3,9 prósentustig
- VG: –3,7 prósentustig
- Flokkur fólksins: –1,6 prósentustig
- Framsókn: –1,2 prósentustig
Ef við skiptum flokkunum frá hægri til vinstri, þá er staðan þessi:
Hægrið:
- Sjálfstæðisflokkur: 21,3% (14 þingmenn)
- Miðflokkurinn: 6,6% (4 þingmenn)
- Viðreisn: 11,3% (7 þingmenn)
Hægrið alls: 39,2% (25 þingmenn)
Miðjan:
- Framsókn: 9,5% (6 þingmenn)
- Píratar: 10,5% (7 þingmenn)
- Flokkur fólksins: 5,3% (3 þingmenn)
- Miðjan alls: 25,3% (16 þingmenn)
Vinstrið:
- Samfylkingin: 17,1% (11 þingmenn)
- VG: 13,2% (8 þingmenn)
- Sósíalistar 5,3% (3 þingmenn)
- Vinstrið alls: 35,6% (22 þingmenn)
Hér sést að jafnvel þótt Framsókn reyndi að mynda ríkisstjórn með hægrinu þá dugar það ekki til; samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknar og Viðreisnar er aðeins 48,7% sem gæfi 31 þingmann. Ef samvinnufólkið í Framsókn myndi toga flokkinn yfir miðlínuna til vinstri þá eru flokkarnir frá Framsókn og til vinstri með 60,9% fylgi og 38 þingmenn. Könnun Maskínu sýnir því vinstribylgju, ef eitthvað er. Hægrið mun ekki geta haldið völdum nema einhver vinstriflokkurinn svíki lit og beri það til valda, eins og VG gerði síðast.