- Advertisement -

Martröð Moggans og Flokksins

Ritstjóri Moggans er að átta sig á alvörunni. Eins gerir útgerð Moggans það sama. Hætt er á einangrun. Allt bendir til að nú hafi öllu afli verið eytt úr aðstoðarflokkunum tveimur, Vinstri grænum og Framsókn. Ríkisstjórnin mun ekki standa af sér komandi kosningar.

Því þarf að leita á önnur mið til að tryggja kyrrstöðuna. Óbreytt kvótakerfi, óbreytta stjórnarskrá og svo framvegis. En hvert? Hvaða flokkar eru tibúnir í stjórn með Sjálfstæðisflokki og eyða þannig öllu sínu. Verða eftir sem rjúkandi rúst? Góð ráð eru dýr.

Staksteinar Moggans segja í dag: „Eitt af því sem skotið hef­ur upp koll­in­um á und­an­förn­um miss­er­um og vaxið ásmeg­in á því ári sem nú er að líða er úti­lok­un­ar­árátt­an í stjórn­mál­um og í þjóðmá­laum­ræðu al­mennt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo er það stóri punkturinn: „Útil­ok­un­ar­árátt­an birt­ist til dæm­is í því að til­tekn­ir stjórn­mála­flokk­ar eða stjórn­mála­menn úti­loka sam­starf við aðra á þeirri for­sendu að hinir séu ekki aðeins á röngu róli póli­tískt held­ur bein­lín­is slæm­ir flokk­ar eða slæm­ar mann­eskj­ur.“

Þarna stígur ritstjórinn sennilega of fast til jarðar. Fólkið í þingliði Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið sagt slæmt fólk í sjálfu sér. Margt sem þau hafa gert hefur vissulega orkað tvímælis.

Það er ekkert leyndarmál að áratugum saman hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér gegn andstæðingum sínum, hér og þar í samfélaginu, og mulið undir sitt fólk. Nú óttast flokksmenn að þeirra bíði þau örlög sem þeir hafa kallað yfir aðra.

„All­ir hinir, þeir sem ekki hljóta náð fyr­ir aug­um úti­lok­un­ar­sinn­anna, eru óalandi og óferj­andi og þá verður að úti­loka frá öll­um op­in­ber­um embætt­um, ein­angra þá og helst auðmýkja op­in­ber­lega. Sam­fé­lags­miðlar virðast hafa ýtt und­ir þessa ómenn­ingu enda hef­ur fólk til­hneig­ingu til að verða öfga­fullt í berg­máls­hell­um þeirra.“

Kosningarnar verða spennandi. Staksteinar opna hér á eitt helsta átakamálið. Það er Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans, Bjarni Benediktsson. Kostir flokksins til áframhaldandi valda þrengjast.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: