Mannlíf

Marktækir og ómarktækir foringjar

By Miðjan

July 03, 2021

Davíð getur stundum verið meira einnar krónu virði: „Hér á landi eru til þeir stjórn­mála­menn í Sjálf­stæðis­flokki sem telja fín­ast alls að feta slóð nor­rænna stjórn­mála­manna, sem marg­ir eru sem vasa­út­gáf­ur af óá­huga­verðum stjórn­mála­mönn­um sem ESB hef­ur á sínu bandi og í því,“ skrifar hann í Reykjavíkurbréfið. Og svo kemur þetta:

„Ólaf­ur Thors gaf eng­in færi á slíku og fleiri mark­tæk­ir for­ingj­ar sama flokks höfðu einnig nokk­urn vara á sér.“

Þarna er greinilega vegið að Þorsteini Pálssyni. Svo vel þekki ég Þorstein að ég er viss um að honum er nákvæmlega sama hvað Davíð skrifar. Alveg nákvæmlega.

Aðeins fyrr í Reykjavíkurbréfinu stendur:

„Og það má einnig benda á hrak­far­ir danska Íhalds­flokks­ins eft­ir hvarf Pouls Schlüt­h­ers úr for­ystu­hlut­verki, eft­ir að hafa setið í rúm 10 ár sam­fellt sem for­sæt­is­ráðherra. Schlüter tók þann póli­tíska pól í sína hæð að gera flokk sinn og stefnu hans lítt sjá­an­lega. Hann vildi fátt af því vita, hvað þá að líkja sín­um flokki við það sem þá var að ger­ast hjá hægri mönn­um und­ir leiftrandi for­ystu þeirra Thatcher og Ronalds Reag­ans. Schlüt­her gekk svo langt í þess­um áhersl­um að hann kom bein­lín­is í veg fyr­ir að frú Thatcher kæmi í op­in­bera eða hálfop­in­bera heim­sókn til Dan­merk­ur til að hún næði ekki að tengja hann sjálf­an og flokk­inn við þá ímynd sem þau stóðu fyr­ir og náðu óneit­an­lega mikl­um ár­angri. En hann hafði hins veg­ar ekk­ert á móti því að sam­sama sig og flokk­inn sinn Bush-feðgum vestra, enda væru þeir á hefðbundn­um kanti til­ver­unn­ar.“

Stundum er Mogginn líka meira en krónu virði.