- Advertisement -

Markmið ríkisstjórnarinnar eru aðeins innantóm orð

„…að við skulum vera stödd hér tæplega sex árum eftir að þessi ríkisstjórn tók við…“

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

„Mig langar einnig að gera að umræðuefni opinn fund í háttvirtri umhverfis- og samgöngunefnd sem fór fram í gærmorgun. Þar blasti við þingmönnum árangursleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi ríkisstjórn hefur setið núna í fimm og hálft ár og árangurinn í loftslagsmálunum, þ.e. í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, er enginn, losunin eykst bara og eykst. Aðgerðaáætlunin skilar okkur engu,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir á Alþingi fyrr í dag.

„Ný aðgerðaáætlun lítur kannski dagsins ljós í lok þessa árs, ársins 2023. Árið 2015 gengumst við undir Parísarsamkomulagið í loftslagsmálunum. Á meðan ekkert gerist eru markmið ríkisstjórnarinnar og Íslands ekkert annað en innantóm orð. Það er ömurlegt að þurfa að segja það af því að það er nefnilega eins og háttvirtur þingmaður  Halla Signý Kristjánsdóttir nefndi áðan, það er sátt um þessi markmið. Við erum í raun öll sammála um að við viljum gera þetta en það er algjör pólitísk lömun þegar kemur að því að hrinda aðgerðum sem stuðla raunverulega að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmd. Það gerist ekki neitt.“

„Það er í rauninni með ólíkindum að við skulum vera stödd hér tæplega sex árum eftir að þessi ríkisstjórn tók við og með allar upplýsingar í höndunum um það hvað við þurfum að gera og hvernig við þurfum að gera það og við vitum það líka að verkefni okkar Íslendinga er tiltölulega létt miðað við verkefni annarra þjóða,“ sagði Þórunn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: