Stjórnmál Borgarráð hefur sameinast, þvert á flokka, í andstöðu við markrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. „Reykjavíkurborg fékk frumvarpið til umsagnar en það gerir ráð fyrir að útgerðarfyrirtækja fái gefins óafturkræfar aflaheimildir á makríl til sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt enda ríkir talsverð eining um það í þjóðfélaginu að auðlindir hafsins séu eign þjóðarinnar. Rúmlega 30.000 manns hafa skrifað undir til að mótmæla frumvarpinu og hvatt forsetann til að synja því staðfestingar. Og hvet ég alla til að gera það. Í umsögn Reykjavíkurborgar segir meðal annars: „Í frumvarpinu er hvergi sett fram sú sjálfsagða grundvallarforsenda að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Ef þess hefði verið gætt hefði það þýtt að þegar aflaheimildir á grundvelli frumvarpsins væru skoðaðar myndi sú ráðstöfun aldrei mynda eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim,“ segir í pósti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.