- Advertisement -

Markaðurinn leysir ekki húsnæðiskreppuna

„Við þurfum líka miklu öflugri óhagnaðardrifinn leigumarkað og það er einnig verið að vinna í þá veru, bæði beint hjá ríkinu í gegnum Íbúðalánasjóð og eins í samtali við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðar.“

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði á Alþingi að markaðurinn leysi ekki húsnæðisvandann. „Þó að markaðurinn sé góður og þó að hann sé góður til ákveðinna hluta hefur hann ekki einn og sér getað leyst húsnæðisvandann á Íslandi. Þess vegna eiga stjórnvöld að grípa inn, vegna þess að húsnæðismál eru velferðarmál.“

En hvað er þá til ráða?

„Þess vegna eiga stjórnvöld að grípa inn, vegna þess að húsnæðismál eru velferðarmál. Þau verða velferðarmál og við eigum að horfa á þau eins og þau séu velferðarmál. Það er sú nálgun sem þessi ríkisstjórn hefur á þennan málaflokk.“

Hann var spurður um frammistöðu sveitarfélaganna. Er hann tilbúinn til að beita sér fyrir því að öll sveitarfélög í landinu þurfi að sinna sínum skyldum þegar kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis eða ætlar hann að láta nokkur sveitarfélög í landinu bera það uppi?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það var Logi Einarsson sem spurði þessarar spurningar. en Logi var upphafsmaður umræðu um húsnæðisvandann. Og ráðherra svaraði:

„En jafnvel þótt við myndum tryggja mikið framboð á lóðum, ekki bara í Reykjavík heldur í fleiri sveitarfélögum, hefur markaðurinn sýnt að hann hefur ekki getað leyst húsnæðisvandann sjálfur hér á landi. Þess vegna þurfum við miklu meiri félagslegar lausnir samhliða því. Við þurfum aðgerðir fyrir fyrstu kaupendur, verið er að vinna í þá veruna. Við þurfum líka miklu öflugri óhagnaðardrifinn leigumarkað og það er einnig verið að vinna í þá veru, bæði beint hjá ríkinu í gegnum Íbúðalánasjóð og eins í samtali við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: