
Vigfús Ásbjörnsson:
Ef einhver á að hafa forgang í fjárfestingar hér á landi þá er það samfélagið sjálft sem á að hafa þann forgang.
Nú veður SFS eða samtök milljarðamæringa í sjávarútvegi á Íslandi áfram í eigin forréttindablindu og öskrar á þjóð sína og ríkisstjórn og reyna að telja þjóðinni og ríkisstjórninni trú um það að hagaðilar SFS eigi að hafa hér einhver forréttindi hér á landi í að fjárfesta. SFS fer mikinn um mikilvægi fjárfestinga og gera lítið úr ríkisstjórninni og ráðherrum hennar og láta eins og SFS ein eigi að geta fjárfest til framtíðar. Skammist ykkar fyrir sjálfselskuna!
Því miður þá er það forréttindablindan sem einkennir málflutning SFS áfram og svo sem ekki að vænta annars. Það er samt rétt hjá SFS að fjárfestingar eru nauðsynlegar fyrir framgang og uppbyggingu. En það eru ekki hagaðilar SFS sem eiga að hafa hér neinn forgang til fjárfestinga umfram aðra hér í þessu samfélagi. Undanfarna áratugi hafa þessir aðilar nú samt haft þann forgang til þess sem skilað hefur samfélaginu innviðaskuld upp á fleiri hundruð milljarða vegna þess að samfélagið hefur ekki fengið að fjárfesta í eigin innviðum.
Ef einhver á að hafa forgang í fjárfestingar hér á landi þá er það samfélagið sjálft sem á að hafa þann forgang. Ef einhvern tíma er rétti tíminn þá er það núna því innviðir eins og vegakerfi, heilbrigðiskerfi og skólakerfi eru að hruni komin vegna stefnu fyrri stjórnvalda í að gefa SFS óheft forréttindi hér í þessi samfélagi sem skilað hefur samfélaginu þessari innviðaskuld sem við stöndum frammi fyrir í dag. Einnig þarf virkilega að fjárfesta hér á landi í meira eftirliti eins og t.d. Fiskistofu , fjármálaeftirliti, auðlindareftirliti og samkeppniseftirliti.
SFS þarf ekkert á því að halda að fjárfesta í fleiri pizza stöðum, bílaumboðum, majónes framleiðslum eða Mogganum til að dafna.
Þjóðin þarf hins vegar að fjárfesta í innviðum sínum sem hefur ekki verið fjárfest í áratugum saman vegna sérhagsmunagæslu ríkisstjórna landsins svo áratugum skiptir.
Þegar málflutningur SFS er skoðaður sannast hið margkveðna og sorglega máltæki að MARGUR VERÐUR AF AURUM API….
Vigfús Ásbjörnsson er virðiskeðjufræðingur og smábátasjómaður.