Veikt fólk þarf að búa sig undir verulegar hækkanir vegna komu til lækna.
Styrmir Guðlaugsson skrifaði, á Facebook, um hvernig nýjustu breytingar á heilbrigðiskerfinu birtast honum:
„Lengi vel greiddi ég innan við 3.000 kr. í komugjald á göngudeild Landspítalans. Svo ákvað læknirinn minn að opna prívatstofu á síðasta ári. Ég hafði val um að fá annan lækni á göngudeildinni en kaus að hitta minn frábæra lækni áfram en við það hækkaði það sem ég þarf að reiða fram í hvert skipti í tæpar 6.000 kr. Áðan fór ég inn á réttindagáttina á vef Sjúkratrygginga til að sjá hvað ég þarf að greiða fyrir næsta tíma, 16. maí, vegna breytinganna: 13.385 kr.“
Það eru þrír mánuðir síðan ég tók lyfin mín og nú er ég hættur að sækja mér læknisþjónustu ótilneyddur þar til óseðjandi auðvaldsskrímslið er dautt.
Sjá nánar hér.