- Advertisement -

Margfalt stærra en Borgunarmálið

Ákvarðanir lífeyrissjóða sæti rannsókn. Með væntanlegum breytingum á forystu ASÍ muni hulunni verða svipt af.

Ragnar Þór Ingófsson. „Bræðurnir virðast hafa tangarhald á stjórnendum lífeyrissjóðanna sem með óskiljanlegum hætti leyfa þeim að vera við völd í fyrirtækinu þrátt fyrir sorgarsöguna af viðskiptum bræðranna við lífeyrissjóðina.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að rannsaka verði margt í ákvörðunum stjórnenda lífeyrissjóða. Þar hafi margar vafasamar ákvarðanir verið teknar.

Þetta kom fram í þættinum Annað Ísland á Útvarpi Sögu.

Ragnar Þór nefnir Bakkavararmálið sem dæmi. Bakkarvararbræðurnir fengu, með samomulagi við lifeyrissjóðina, að stjórna Bakkavör áfram eftir að sjóðirnir leystu fyrirtækið til sín eftir hrun. Að lokum fór svo að bræðurnir eignuðust Bakkavör á nýjan leik.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Lífeyrissjóðirnir urðu hugsanlega af fimmtíu milljörðum vegna viðskipta við Bakkavararbræður,“ segir Ragnar Þór. Sjóðirnir fengu menn til að meta virði Bakkarvarar og seldu hlut sinn langt undir verði.

Hálfu öðru ári síðar var Bakkavör sett á markað og var þá metið um fimmtíu milljörðum verðmeira en þegar lífeyrissjóðirnir seldu. Viðurkennt er að engar rekstrarlegar forsendur hefðu breyst.

„Bakkarvararmálið er tólf til fimmtán sinnum stærra en Borgunarmálið. Af hverju er þetta ekki rannsakað? Það er vegna þess að þeir sem hafa varið kerfið, meðal annars verkalýðshreyfingin, og lobbýistar allra hagsmunasamtaka sem hafa unnið kerfisbundin gegn breytingum á kerfinu og gæta þess að ekkert sé skoðað eða rannsakað. Landssamband lífeyrissjóða virðist helsta ver til til að breiða yfir mistök stjórnenda og spillingu.“

Hvers vegna gerðist þetta?

„Bræðurnir virðast hafa tangarhald á stjórnendum lífeyrissjóðanna sem með óskiljanlegum hætti leyfa þeim að vera við völd í fyrirtækinu þrátt fyrir sorgarsöguna af viðskiptum bræðranna við lífeyrissjóðina,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir að þeir hafi komið með peninga til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. „Bræðurnir pressuðu á lífeyrissjóðina sem að lokum gáfu eftir og seldu þeim í Bakkavör.“

Í haust þegar ný forysta tekur við Alþýðusambandinu, verða öll þessi mál þá rannsökuð?

„Að sjálfsögðu, að sjálfögðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: