- Advertisement -

Margfalt fleiri smit?

Þær segja okkur hins vegar að mörg lönd eru langt frá því að hafa náð utan um veiruna.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Sóttvarnastofun Dana (Statens Serum Institut) álítur að smit séu 30-80 sinnum fleiri í Danmörku en opinberar tölur gefa til kynna. Ályktun sína dregur stofnunin af upplýsingum frá Þýskalandi og Íslandi og út frá fjölda blóðgjafa sem hafa smitast og gáfu blóð á Kaupmannahafnarsvæðinu dagana 1. – 3. apríl. Af 1.000 blóðgjöfum reyndust 3,5% hafa smitast af covid-19. Það þýðir að 70 sinnum fleiri eru líklega smitaðir, en opinberar tölur gefa til kynna. Um þetta má lesa í skýrslu sem danska heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag og finna má hér: https://www.sst.dk/…/Status-og-st…/COVID19_Status-6-uge.ashx.

Í skýrslunni er margt áhugavert að finna um covid-19 og þróun faraldursins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta eru tölur fyrir Danmörku og engin ástæða er til að yfirfæra þær á stöðuna hér á landi. Þær segja okkur hins vegar að mörg lönd eru langt frá því að hafa náð utan um veiruna og gríðarlegur fjöldi smitaðra er á ferðinni um þessi samfélög án þess að fólk hafi hugmynd um að það sé smitað. Svona gagnvart íslenskri ferðaþjónustu, þá sýnist mér sem hún gæti þurft að bíða lengur en svartsýnustu spár segja til, þar til að óhætt verður að hleypa ferðamönnum í stórum hópum inn í landið. Lága kúrvan mun í mörgum löndum teygjast vel fram á haustið nema að fram komi bóluefni gegn veirunni.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: