- Advertisement -

Marg­fald­ir Íslands­meist­ar­ar í eyðslu

Staðreynd­in er hins veg­ar sú að dug­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­an­far­in ár hef­ur valdið slík­um skaða á heil­brigðis­kerf­inu að það er lífs­nauðsyn­legt að bæta úr til skemmri tíma með fjár­mun­um.

Hanna Katrín.

„Talandi um efna­hags­legt jafn­vægi. Það hell­ast yfir okk­ur frétt­ir af bágri stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins líkt og allt of mörg okk­ar hafa upp­lifað á eig­in skinni. Stjórn­völd segja meira en nóg af fjár­mun­um fara í kerfið, þeir séu bara illa nýtt­ir. Stjórn­ar­andstaðan seg­ir að kerfið sé fjársvelt. Lík­lega er hið rétta ein­hvers staðar þarna á milli. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að dug­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­an­far­in ár hef­ur valdið slík­um skaða á heil­brigðis­kerf­inu að það er lífs­nauðsyn­legt að bæta úr til skemmri tíma með fjár­mun­um. Á sama tíma þarf rík­is­stjórn sem ræður við að setja skyn­sam­lega stefnu og að inn­leiða hana skamm­laust með lengri tíma mark­mið í huga,“ segir í nýrri Moggagrein Hönnu Katrínar Friðriksson, þingflokksformanns Viðreisnar.

„Hvaðan eiga þá þess­ir nauðsyn­legu fjár­mun­ir að koma? Við erum jú með rík­is­stjórn sem á hverju ári slær fyrri út­gjalda­met. Marg­fald­ir Íslands­meist­ar­ar í eyðslu. Og samt er þetta staðan. Má þá kannski tala um fíl­inn í stof­unni; þá 50 millj­arða plús sem rík­is­sjóður þarf að greiða á ári í viðbót­ar­vaxta­gjöld vegna ís­lensku krón­unn­ar.

Sam­tals nema viðbót­ar­krónu­vaxta­gjöld sem heim­ili, fyr­ir­tæki og rík­is­sjóður greiða tæp­lega 300 millj­örðum króna á ári. Hér und­ir eru reynd­ar ekki öll fyr­ir­tæki lands­ins, mörg þeirra stærstu fá með sér­stöku leyfi stjórn­valda að vera und­an­skil­in ís­lenska krónu­hag­kerf­inu. Þau fá að flýja, við hin erum föst.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hanna Katrín bendir einnig á Ingu Sæland og Flokk fólksins.

„Það er stór­brot­in sjálfs­blekk­ing að segj­ast tala fyr­ir hags­mun­um heim­ila og fyr­ir­tækja en hunsa um leið þenn­an viðbót­ar­vaxta­kostnað sem vinn­ur auðvitað beint gegn hags­mun­um al­menn­ings. Er í al­vöru ein­hver sem ekki myndi frek­ar vilja sjá þessa fjár­muni renna til dæm­is í heil­brigðis­kerfið?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: