- Advertisement -

Margaret Thatcher var ömurleg manneskja

Sólveig Anna skrifaði:

Í þessu máli, líkt og svo mörgum öðrum, var hún sammála góðvini sínum, hommahataranum Ronald Reagan (honum fannst „homma-plágan“ ekkert nema góður brandari).

Árið 1988 voru í fyrsta skipti í 100 ár sett ný lög (kölluð Section 28) til að níðast á og lítillækka samkynhneigt og queer fólk í Bretlandi. Með þeim varð það bannað að segja frá því í skólum að samkynhneigð væri ásættanleg. Einnig komu lögin í veg fyrir að hægt væri að nýta opinbera fjármuni til að fjármagna verkefni um og fyrir samkynhneigt/queer fólk. Þessi lög voru í gildi þar til árið 2003. Lögin voru sett sem viðbragð við sífellt öflugri baráttu samkynhneigðs fólks fyrir því að fá að lifa laus við hatur og með reisn. Þau voru sett þegar að samkynhneigðir menn þjáðust skelfilega í gegnum hræðilegan AIDS-faraldurinn, faraldur sem stjórnmálafólk vildi ekki takast á við vegna haturs og fordóma.

Sú manneskja sem skapaði þessi viðbjóðslegu lög, talaði fyrir þeim og gladdist yfir þeim var Margaret Thatcher. Hún hataði samkynhneigt fólk og fannst fátt skelfilegra en að ungt samkynhneigt fólk fengi að trúa því að þau, jafnt og aðrir, mættu lifa frjáls undan andúð annara. Í þessu máli, líkt og svo mörgum öðrum, var hún sammála góðvini sínum, hommahataranum Ronald Reagan (honum fannst „homma-plágan“ ekkert nema góður brandari).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þrátt fyrir þetta (og fjölmargt annað viðbjóðslegt) er Margaret Thatcher enn ein af stóru hetjum hægrisins. Um hana er talað af aðdáun og virðingu, og gott ef ekki látið eins og hún hafi verið mikilvæg fyrir kvennabaráttuna sem því að vera svokölluð fyrirmynd.

Við skulum ekki gleyma mannhatrinu og sadismanum. Við skulum þvert á móti taka það alvarlega að muna og minna á við öll þau tækifæri sem til þess bjóðast. Jafnvel búa til upprifjunarstundir, líkt og ég geri núna.

Margaret Thatcher var ömurleg manneskja. Gott að samkynhneigt og queer fólk náði með baráttu sinni og hugrekki sínu að segja henni og „gildum“ hennar að fokka sér til fjandans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: