- Advertisement -

Már boðar vaxtalækkun

Már Guðmundsson skrifar langa grein í Mogga dagsins.

Í lok greinarinnar segir hann það sem mestu skiptir:

„Áföll og minni spenna í þjóðarbú­skapn­um skapa að öðru óbreyttu til­efni til lægri raun­vaxta Seðlabank­ans og lækk­un verðbólgu­vænt­inga í fram­haldi af kjara­samn­ing­um auka svig­rúm til að sú lækk­un eigi sér stað með lækk­un nafn­vaxta. Aðilar kjara­samn­ing­anna hafa vænt­ing­ar um að þeir skapi for­send­ur fyr­ir lækk­un vaxta. Eins og ég sagði í viðtöl­um fyrr í þess­um mánuði eru tölu­verðar lík­ur á að þess­ar vænt­ing­ar muni ganga eft­ir á næst­unni. Ákvæði í kjara­samn­ing­um um að þeir geti losnað ef vext­ir eru yfir ákveðnum mörk­um haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitt­hvað flækt fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frek­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: