Már boðar vaxtalækkun
Már Guðmundsson skrifar langa grein í Mogga dagsins.
Í lok greinarinnar segir hann það sem mestu skiptir:
„Áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum skapa að öðru óbreyttu tilefni til lægri raunvaxta Seðlabankans og lækkun verðbólguvæntinga í framhaldi af kjarasamningum auka svigrúm til að sú lækkun eigi sér stað með lækkun nafnvaxta. Aðilar kjarasamninganna hafa væntingar um að þeir skapi forsendur fyrir lækkun vaxta. Eins og ég sagði í viðtölum fyrr í þessum mánuði eru töluverðar líkur á að þessar væntingar muni ganga eftir á næstunni. Ákvæði í kjarasamningum um að þeir geti losnað ef vextir eru yfir ákveðnum mörkum haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitthvað flækt framkvæmd peningastefnunnar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frekar.“