- Advertisement -

Mansal og ítrekaður launaþjófnaður

Dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki sé rekið á tveimur kennitölum og starfsfólk vinni hjá báður til þess að halda því alltaf á dagvinnutaxta.

Annað Ísland á Útvarpi Sögu, uppspretta frétta.

Halldóra S. Sveinsdóttir, formann verkalýðsfélagsins Bárunnar á Selfossi, hafði frá mörgu að segja í viðtali við Annað Ísland á Útvarpi Sögu, ný síðdegis. Félagssvæði Bárunnar er Árborg og stórhluti Árnessýslu. Flestir félagsmanna starfa við ferðaþjónustu.

Halldóra sagði mörg þeirra mála sem koma á borð félagsins vera um mansal. Illa sé búið að mörgu fólki og talsvert sé um að því sé borgað undir launatöxtum og oft er fólk á jafnaðarkaupi þó vinnudagurinn sé langur sé yfirvinna ekki greidd.

Halldóra sagði dæmi þess fyrirtæki séu rekin á tveimur kennitölum og starfsmenn vinni hjá báðum, þetta er gert til að viðkomandi sé alltaf á dagvinnulaunum. Sumt af erlenda starfsfólkinu leigir síðan húsnæði hjá vinnuveitendum þar sem fólkið er troðið í lítið húsnæði og þrengslin séu víða mjög mikil. Það má segja að þetta einsog í „Tetris“ og fyrir það þarf fólk að borga hundrað þúsund á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Halldóra nefndi mörg dæmi þess að starfsmenn Bárunnar hafi farið á vinnustaði og séð margt miður fallegt. Hún tók sem dæmi vinnustað, sem var virkjun, að þangað hafi þau farið nokkrum sinnum. Í fyrstu vildu starfsmennirnir ekkert segja, en þau komu aftur og aftur og loks fengust réttar upplýsingar. Þær leiddu til þess að vinnuveitandinn varð að greiða starfsmönnunum alls 54 milljónir króna sem hafði verið stolið af launum þeirra.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Halldóru hér, það er fljótlega í seinni hluta þáttarins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: