- Advertisement -

Mannvonska er þetta – hvar er Svandís?

Hvar er heilbrigðisráðherra Vg? Afhverju svarar hún ekki fyrir þetta?

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Djöfulsins mannvonska er það að segja upp fólki sem hefur unnið af heilindum svo áratugum skiptir á sama stað, er orðið 65 ára, og telur sig hvergi geta fengið vinnu annars staðar vegna aldurs. En einkaframtakið sem nú hefur tekið yfir reksturinn eirir engu fyrir hagræðingu og arð. Meðalaldur fólksins sem sagt var upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri (sem nú heitir Heilsuvernd) er 55 ár. En fólkið er eins og hver önnur vara í augum nýrra eigenda. Of dýr vara og því þarf að henda því út. Og það í bókstaflegri merkingu því Karl Fredrik Jónsson sem hafði unnið á hjúkrunarheimilinu í 30 ára var nánast með skófarið á rassinum þegar hann var kominn út úr stofnuninni klukkutíma eftir að honum var sagt upp. Hvar er heilbrigðisráðherra Vg? Afhverju svarar hún ekki fyrir þetta? Er hún í felum? Hún hefur fært þessum einkaframtaksgæjum hjúkrunarheimilin á silfurbakka. Þurfa ekki að borga leigu eða neitt. Akureyrarbær þurfti að borga leigu, mjög dýra leigu og var meðal annar þess vegna að sligast undan rekstrinum. En nú allt í einu er hægt að fá allt frítt. Þegar mæta tveir læknar og vilja einkavæða. Þvílíkt hneyksli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: