Fréttir

Mannvond ríkisstjórn og Seðlabankinn

By Miðjan

July 24, 2020

Eitt og annað af netinu:

Inga Sæland: „Mér finnst það mannvond rík­is­stjórn sem berst ekki af öllu afli gegn ein­angr­un, óör­yggi og fá­tækt þeirra sem mest þurfa á hjálp henn­ar að halda. Hvernig má það vera að hægt sé að fót­umtroða þarf­ir þeirra sem erjað hafa og sáð fyr­ir okk­ur sem á eft­ir kom­um? Mér er fyr­ir­munað að skilja slíka fram­komu við þá sem hafa greitt í rík­iskass­ann svo ára­tug­um skipt­ir og skapað þá vel­meg­un sem við ætt­um öll að fá að njóta í dag, þótt raun­in sé önn­ur.“

Hrafn Arnarson: „Sýn bankastjórans er takmörkuð. Sjóðfélagar eiga sjóðina. Þeir eða fulltrúar þeirra hafa fullan rétt á því að tjá sig um málefni þeirra. Taka á fulltrúa atvinnurekendur út úr stjörnum lífeyrissjóða. Þeir lita á lífeyrissjóðina sem sína eigin fjárfestingarsjóði. Það er augljóslega ekki í samræmi við hagsmuni þeirra sem eiga lífeyrisréttindi. Stjórnendur Icelandair beittu ólöglegum þvingunaraðgerðum kjarabaráttu, það leiddi til harðra viðbragða verkalýðshreyfingar. Bollaleggingar um skuggastjórnendur eru sérkennilegar í ljósi þessara atburða.“