Helga Vala Helgadóttir leikur sér með það sem haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur:
Hverjar eru helstu aðgerðirnar sem þið eruð að ræða?
„Við erum bara að vinna okkur í gegnum þær og höfum verið að vinna okkur í gegnum þær undanfarna viku, og væntum þess að ljúka þeirri vinnu núna eftir helgi.“
Undanfarna viku? Verðbólga í næstum 10% og stýrivextir 8,75… jæja það verður þó að fagna að þau hafi áttað sig á nauðsyn þess að hér fari stjórnvöld í aðgerðir. Þetta ástand er ekki faraldur. Þetta er manngert ástand sem stjórnvöldum ber að bregðast við.