Mannlíf

Manngerðar hindranir fyrir fátæka

By Miðjan

April 11, 2021

Atvinnulaus kona skrifaði grein þar sem hún lýsti raunum sínum. Hún er fátæk. Býr í Keflavík. Hún segist ekki geta leitað til heilsugæslunnar þar þar sem þar þarf að staðgreiða. Fátækt fólk er ekki alltaf með peninga. Getur ekki staðgreitt.

Ráð konunnar er að keyra til Reykjavíkur og fara þar á Læknavaktina. Þar er henni boðið að krafa verði stofnuð í heimabanka hennar. Þannig getur hún borgað læknaþjónustuna þá fáu daga mánaðarins sem hún á einhvern pening.

Konan hefur reiknað út að þessi leið kosti hið minnsta eitt þúsund krónur, í hvert sinn.

Þetta er ómögulegt. Vonlaust er að þetta nái til fólksins sem öllu ræður.

Það harða kerfi sem er hjá heilsugæslunni í Keflavík er víst ekki viðhaft á öllum öðrum opinberum heilsugæslustöðvum.

Þetta er óþolandi og verður að laga.

-sme