- Advertisement -

Manngerða fátæktargildran rammgerist með ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Nú stend­ur yfir á Alþingi önn­ur umræða fjár­laga fyr­ir árið 2019. Þetta er annað fjár­laga­frum­varpið sem lagt er fram af nú­ver­andi rík­is­stjórn. Það sýn­ir svart á hvítu að það er eng­inn vilji til að rétta hlut þeirra sem búa við bág­ustu kjör­in. Mann­gerð fá­tækt­ar­gildr­an sem held­ur okk­ar minnstu bræðrum og systr­um í helj­ar­greip­um, ramm­ger­ist ein­ung­is í meðför­um rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur,“ þannig hefst Moggagrein sem Inga Sæland skrifar.

Inga stappar niður fæti og er ósátt við gang mála.

Lít­ilsvirðing­in er al­gjör

„Það sem ein­kenn­ir fram­göngu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sú skefja­lausa hags­muna­gæsla sem hún rek­ur. For­gangs­röðun fjár­muna er bæði ósann­gjörn og röng. Lít­ilsvirðing­in gagn­vart þeim sem minni mátt­ar eru, er al­gjör.

Ég er ekki að kalla eft­ir aukn­um fjár­út­lát­um rík­is­sjóðs, ein­ung­is að óska eft­ir eðli­legri for­gangs­röðun á sam­eig­in­leg­um fjár­mun­um okk­ar í þágu fólks­ins. Að sjálf­sögðu með styrkri og ábyrgri hag­stjórn. Hún er óum­deilt til far­sæld­ar fyr­ir okk­ur öll.“

Um kolranga for­gangs­röðun

„Lækka á banka­skatt­inn um sjö millj­arða króna. En þeir eru í eng­um vanda.

Lækka á veiðigjöld­in um 4,3 millj­arða króna. Und­ar­legt á þess­um tíma­punkti þegar krón­an hef­ur lækkað um rétt tæp fimmtán prósent og aukið út­flutn­ings­verðmæti út­gerðar­inn­ar svo um mun­ar í leiðinni. Það rétta væri að af­komu­tengja hverja og eina út­gerð fyr­ir sig þannig að greiðslan yrði sann­gjarn­ari fyr­ir alla.

Lækka á neðra skattþrepið um eitt prósent kost­ar rík­is­sjóð fjórtán millj­arða en gef­ur þeim efnaminnstu það lítið í aðra hönd að það dug­ar tæp­lega fyr­ir hálfri pizzu.

Kostnaður við það að flytja heil­brigðisráðuneytið í annað hús­næði í stað þess að nýta nú­ver­andi húsa­kost er a.m.k. 212 millj­ón­ir króna.

4 – 500 millj­ón­ir til bóka­út­gef­enda. Ég segi frá­bært en er ekki eitt­hvað enn meira aðkallandi eins og að geta upp­rætt biðlista á Vogi og bar­ist af afli gegn þeirri dauðans al­vöru sem þegar hef­ur á ár­inu banað 42 ein­stak­ling­um á aldr­in­um 18-40 ára.

Sækj­um 50 millj­arða ár­lega í líf­eyr­is­sjóðina

Þetta er ekki flókið, ein­ung­is að af­nema und­anþágu líf­eyr­is­sjóða til að halda eft­ir hjá sér staðgreiðslunni af því sem við greiðum til þeirra. Þeir s.s. borga ekki staðgreiðsluna sem þegar hef­ur verið tek­in af okk­ur, fyrr en við för­um að taka út líf­eyr­is­rétt­ind­in, þ.e.a.s. þau okk­ar sem lifa það lengi. Mis­mun­ur­inn á því hvort líf­eyr­is­sjóðirn­ir greiða við inn­greiðslu í þá eða við út­borg­un úr þeim, eru heil­ir fimmtíu millj­arðar króna á ári.

Loka­orð

Af­nem­um und­anþágu líf­eyr­is­sjóðanna og for­gangs­röðum fjár­mun­um okk­ar öðru­vísi. Eins og sést hér að ofan er ég þegar kom­in með 76 millj­arða króna sem ég vildi sjá fara til þeirra sem mest þurfa á að halda. Ég segi það aldrei nógu oft: „Burt með biðlista, burt með skerðing­ar og burt með þjóðarskömm­ina fá­tækt.“

Greinin er birt hér nánast óbreytt. Það var erfitt að stytta greinina svo það var látið ógert.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: