Stjórnmál

Mannfjandsamleg þéttingarstefna

By Ritstjórn

October 29, 2021

„Borgarstjóri ætlar að sýna töfrabrögð í ráðhúsinu seinna í dag – þar ætlar hann að telja íbúðir sem hann flokkar fullkláraðar þó aðeins sé búið að gefa út byggingarleyfi – byggingarleyfi sem jafnvel eru komin í salt vegna óhagstæðra aðstæðna sem borgin sjálf hefur skapað,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi rétt í þessu.

Vigdís:

„Í borgarráði í gær bókaði ég:

„Fyrr í vikunni var gefinn út um 60 blaðsíðna uppbyggingabæklingur sem byggir á glærusýningum sem ganga allar út á þéttingarreiti og látið er vera að brjóta nýtt land.

Fólk hefur umvörpum flúið þessa þéttleikastefnu Reykjavíkurborgar í önnur sveitarfélög sem eru um klukkustunda akstur frá borginni.

Hér er talað tungum tveim því mikið af því fólki sem flúið hefur Reykjavík vinnur eftir sem áður í borginni. Staðreyndirnar eru að fólk vill meira rými, græn svæði, litla garða, birtu og sólarljós. Í raun er þéttingarstefna Reykjavíkur mannfjandsamleg út frá lýðheilsusjónarmiðum og ekki síður mengunarvöldum þegar svo gríðarlega er þrengt að umferð.

Líklega er þéttingarstefnan mesta umhverfisslys sem átt hefur sér stað á þessari öld.“