Grétar Ottó Róbertsson bæklunarlæknir er einn af þeim sem standa að alþjóðlegri ráðstefnu bæklunarlækna.
Í Mogganum er fjallað um ráðstefnuna og þá staðreynd að hún er verr sótt en áður. Þar segir:
Grétar Ottó segir hátt verðlag á Íslandi hafa fælt þátttakendur frá. „Það hefur verið erfitt að skipuleggja þetta út af verðlaginu. Það bítur verulega á okkur. Við erum að reyna að fá unga lækna til þess að sækja sér menntun en kostnaðurinn hér hefur haft veruleg áhrif á aðsókn á þinginu. Ég held að ella hefðum við fengið talsvert fleiri þátttakendur. Árið 2004 voru yfir 600 þátttakendur en nú eru þeir um 400. Ég held að það sé alveg auðséð að verðlagningin skýrir þetta. Hún er alveg út úr korti. Það er ódýrara að fara á Manhattan með fjölskylduna heldur en að fara til Íslands.“