- Advertisement -

Man ekki eftir jafn ólukkulegri ríkisstjórn

Gunnar Smári skrifar:

Upptalningin á lausnum sem ráðherrar hafa kynnt, en reynast svo alls ekki virka er orðinn ærið langur:

Skimun á landamærum
Brúarlán með ríkisábyrgð
Lokunarstyrkir
Styrkir til fjölmiðla
Stuðningslán til lítilla og millistórra fyrirtækja
Greiðslur launa á uppsagnarfresti
Inneignarnótur til kaupenda ferðaþjónustu
o.s.frv.

Mikið hefur verið lagt í kynningu á þessu, hástemmdar yfirlýsingar um að betra sé að gera of mikið en of lítið, að betra sé að gera eitthvað fljótt en og seint, en það hefur komið í ljós að engin innistæða er fyrir þessum yfirlýsingum. Sumar aðgerðir eru án eftirspurnar, aðrar stranda í kerfinu, sumar stangast á við stjórnarskrá og aðrar virka ekki vegna þess að stjórnvöld eru óhæf í að skipuleggja það sem þarf að gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég man ekki eftir jafn ólukkulegri ríkisstjórn. Auðvitað er eðlilegt að eitthvað skolist til þegar hratt er unnið, en þetta er út yfir allan þjófabálk.

Það var hrópað að ríkisstjórn Geirs H. Haarde: Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn!

Það átti vel við þá ríkisstjórn en margfalt frekar við þá sem nú situr í stjórnarráðinu og hefur ekki önnur markmið en að lofa sjálfa sig á kynningarfundum.

Svo er það sérstakt rannsóknarefni hvers vegna fjölmiðlar taka þátt í leiknum, láta eins og aðgerðirnar sem voru kynntar séu í raun til. Það er eins og fjölmiðlar treysti sér ekki til að segja hið augljósa: Keisarinn er nakinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: