Í samantekt Ágústs Ólafs Ágústssonar vegna fjáraukalaga kemur fram að málþóf Miðflokksins, vegna orkupakkans, kostar Alþingi 40 milljónir króna.
Ágúst Ólafur skrifaði:
„Miðflokksálag“ eða eigum við einfaldlega að kalla þetta „Orkupakkann“?:
En í fjáraukalögum er lagt til að Alþingi fái 40 m.kr. „vegna mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu.“ Og áfram segir í greinargerð: „Á vordögum var óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Alla jafna er mikið álag á vordögum þingsins og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar en á yfirstandandi ári var það óvenju mikið og varði vikum saman.“