- Advertisement -

„Málið er hneyksli frá upphafi til enda“

Stjórnin hefur í heild sinni tekið á málinu af festu.

„Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að borgarráð hefur eitt og sér ekki vald yfir þeim kjörnu fulltrúum annarra sveitarfélaga sem sitja í stjórn SORPU. Þá hefur stjórnin í heild sinni tekið á málinu af festu. Í kjölfarið þarf að taka markviss skref til að vinna tilbaka traust á fyrirtækinu, meðal annars með aðgerðaráætlun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar með umbótaáætlun frá stjórn SORPU byggða á tillögum sem finna má í skýrslu innri endurskoðunar.“

Þannig bókaði meirihlutinn þegar hann felldi tillögu um Líf Magneudóttir, fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Sorpu, segði af sér sökum óstjórnar hjá fyrirtækinu.

„Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði jafnframt úttekt á stjórnarháttum félagsins og fann þar margt athugavert og jafnvel ámælisvert. Það sem er ekki síst sláandi er að framkvæmdastjóri segir að hvorki  höfðu stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn frumkvæði að því að afla upplýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að gera viðeigandi samanburð við áætlanir. Engu að síður á að þráast við. Völdin skipta máli,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir, en tillagan var hennar.

„Reykjavíkurborg ber ábyrgð á mörgum sviðum í þessu máli enda er þetta í meirihlutaeigu borgarinnar,“ bókuðu Sjálfstæðismenn. Og svo þetta: „Aðeins voru haldnir þrír fundir þrátt fyrir fyrirætlanir um annað.“

„Þetta mál er hneyksli frá upphafi til enda,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: