Afleiðingar af grófyrðum og meiðandi ummælum þingmanna hefur leitt til einnar afsagnar, enn sem komið er. Og það er kona sem segir af sér. Á vef RÚV má lesa þetta:
„Vilborg G. Hansen, varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefur óskað lausnar. Hún sendi Gylfa Magnússyni, formanni bankaráðsins, og Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, erindi þessa efnis í morgun. Í bréfinu segir hún að sér sé ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem hún situr í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í DV og Stundinni.“