Mál Sigurjóns verða endurupptekin
„Endurupptökunefnd hefur með tveimur úrskurðum í dag samþykkt endurupptöku tveggja hæstaréttarmála þar sem Sigurjón Þ. Árnason hafði verið dæmdur til fangelsis refsingar vegna meintra brota í starfi sem bankastjóri Landsbanka Íslands hf.
Kannski endar það svo að hann og nokkrir aðrir starfsmenn bankans verði sýknaðir af meintum brotum. En í dómunum tveimur má segja að dómstólar hafi virt að vettugi þá grunnreglu skamálaréttarfars að engan má sakfella nema sekt hans sé hafin yfir skynsamlegan vafa,“ þannig skrifar verjandi Sigurjóns, Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður.
Hann skrifar einnig: „Kannski sigrar réttlætið að lokum!“
Þú gætir haft áhuga á þessum