- Advertisement -

Makríllinn: Skammast sín ekki einu sinni

Ef trúa ætti LÍÚ þá verða til stórkostleg kraftaverk við frystingu á makríl á Íslandi.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þetta er svo fyndið að fólk ætti eiginlega að lesa þetta upphátt; hvílík þvæla! Það er auðséð að útgerðarmenn telja sig geta lagt hvað sem er á borð fyrir þjóðina. Íslendingar veiða miklu verðminni makríl en Norðmenn og Norðmenn selja á betri markaði, af einhverjum dularfullum ástæðum eru íslenskir bundnir hinum lélegu mörkuðum. Samt kemur fram í gögnum könnunarinnar að munurinn á afurðaverði var miklu minni, þótt töluverður væri, en munurinn á aflaverðmæti.

…eru með öðrum orðum forhertur glæpalýður.

Ef trúa ætti LÍÚ þá verða til stórkostleg kraftaverk við frystingu á makríl á Íslandi. Á meðan verðmætið jókst um 20,69 kr. á hvert kíló í Noregi að meðaltali 2016-17 jókst verðmætið um 100,68 kr. á Íslandi. Ástæðan er auðvitað ekki sú að íslenskir útgerðarmenn séu snillingar í frystingu makríls; ástæðan er sú að til að svína á starfsfólki sínu þá selja þeir sjálfum sér makrílinn á svívirðilega lágu verði upp úr skipunum og hafa af sjómönnum milljarða á milljarða ofan; stinga því í eigin vasa (og fela líklega í aflöndum).

Þessi könnun og viðbrögð útgerðarmanna við henni sýna ekki aðeins að íslenskir útgerðarmenn eru þjófar heldur skammast þeir sín ekki fyrir það, eru með öðrum orðum forhertur glæpalýður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: